Kylfingur lést á hótelherbergi sínu í miðju golfmóti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2019 13:30 Arie Irawan var 28 ára gamall og hann lætur eftir sig eiginkonu, Marina. vísir/getty Keppni var hætt á Sanya Championship mótinu á kínversku PGA mótaröðinni eftir að einn kylfinganna í mótinu lést á hótelherbergi sínu. BBC greinr frá því að Arie Irawan, 28 ára kylfingur frá Malasíu, hafi látist á hótelherbergi sínu á kínversku eyjunni Hainan þar sem Sanya Championship mótið fór fram. Tilkynning frá PGA sagði að andlát Irawan hafi að því virðist verið af náttúrulegum sökum en rannsókn á málinu er þó ekki lokið. Irawan hafði verið atvinnukylfingur frá því árið 2013 og hann átti tvo sigra á Asian Development Tour frá því 2015. Hann var úr leik á Sanya Championship eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn. Mótshaldarar ákváðu að aflýsa lokahring mótsins að virðingu við Irawan og fjölskyldu hans og því varð Trevor Sluman krýndur sigurvegari, en hann leiddi mótið eftir 54 holur. „PGA og kínverska golfsambandið syrgja fráfall eins af meðlimum okkar og votta samúð sína til konu Arie, Marina, og foreldra hans,“ sagði í tilkynningu frá PGA. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Keppni var hætt á Sanya Championship mótinu á kínversku PGA mótaröðinni eftir að einn kylfinganna í mótinu lést á hótelherbergi sínu. BBC greinr frá því að Arie Irawan, 28 ára kylfingur frá Malasíu, hafi látist á hótelherbergi sínu á kínversku eyjunni Hainan þar sem Sanya Championship mótið fór fram. Tilkynning frá PGA sagði að andlát Irawan hafi að því virðist verið af náttúrulegum sökum en rannsókn á málinu er þó ekki lokið. Irawan hafði verið atvinnukylfingur frá því árið 2013 og hann átti tvo sigra á Asian Development Tour frá því 2015. Hann var úr leik á Sanya Championship eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn. Mótshaldarar ákváðu að aflýsa lokahring mótsins að virðingu við Irawan og fjölskyldu hans og því varð Trevor Sluman krýndur sigurvegari, en hann leiddi mótið eftir 54 holur. „PGA og kínverska golfsambandið syrgja fráfall eins af meðlimum okkar og votta samúð sína til konu Arie, Marina, og foreldra hans,“ sagði í tilkynningu frá PGA.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira