Jagielka skaut Skytturnar niður

Jagielka skoraði fyrsta markið í tvö ár
Jagielka skoraði fyrsta markið í tvö ár vísir/getty
Everton vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið hafði betur gegn Arsenal á Goodison Park. Arsenal mistókst að hirða þriðja sætið af Tottenham.

Eina mark leiksins skoraði Phil Jagielka á tíundu mínútu. Jagielka átti ekki að byrja leikinn en Michael Keane veiktist í upphitun og kallaði Marco Silva á Jagielka í staðinn. Það borgaði sig þegar hann potaði boltanum í netið eftir klafs í teignum upp úr löngu innkasti.

Markið var það fyrsta sem Jagielka skorar í úrvalsdeildini síðan í apríl 2017 og varð hann elsti maðurinn til þess að skora á þessu tímabili, 36 ára og 233 daga.

Það var mikið fjör í upphafi leiks og byrjuðu heimamenn af miklum krafti. Leikmenn Arsenal áttu í erfiðleikum með að finna leiðir í gegnum varnarlínu Everton og eftir ágætar opnunarmínútur var lítið að frétta frá gestunum í fyrri hálfleik. Arsenal náði aðeins einu skoti í fyrri hálfleik, síðast þegar það gerðist var í maí 2016 í leik gegn Manchester City.

Það gekk ekki hjá Gylfa að koma boltanum í netiðvísir/getty
Unai Emery gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og hafði hún strax áhrif þegar varamaðurinn Aaron Ramsey átti skot yfir markið á 48. mínútu.

Arsenal lifnaði við í seinni hálfleik og áttu bæði lið ágætis færi til þess að skora mörk en það vantaði herslumuninn. Everton hefði hæglega getað gengið frá leiknum, en heimamenn óðu í færum. Gylfi Þór Sigurðsson hefur aldrei átt fleiri skot í átt að marki í einum úrvalsdeildarleik en hann skaut sjö sinnum á markið. Ekkert skotanna fór þó inn.

Samtals áttu leikmenn Everton 23 skot á markið á móti 7 frá Arsenal. Þeim til mikillar lukku náðu gestirnir ekki að nýta sín færi og Everton fagnaði sigri þrátt fyrir að hafa farið illa með slíkan fjölda af færum. Everton vann verðskuldaðan 1-0 sigur, en liðið hafði betur í baráttunni gegn Arsenal í dag.

Arsenal hefði getað tekið þriðja sætið af Tottenham en situr í staðinn enn í því fjórða með 63 stig líkt og Chelsea í fimmta sætinu. Everton fór upp fyrir Watford í níunda sæti á markatölu.

Viðtal við Marco Silva


Viðtal við Unai Emery


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira