Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 08:35 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins við Hafnartorg þangað sem Hringbraut hefur nú einnig flutt sig. Vísir/Vilhelm Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent. Fjölmiðlar Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent.
Fjölmiðlar Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira