Hefja samstarf um ljósleiðarasæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 08:41 Á myndinni má sjá hvernig sæstrengurinn myndi liggja. Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45