Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór/KA 2-0 │KR-ingar komnir í bikarúrslit Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 18:30 Ásdís Karen skoraði gegn Þór/KA. vísir/daníel þór KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Staðan var 0-0 eftir fyrri hálfleik en Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR yfir og síðan bætti Betsy Hassett við marki fyrir KR stuttu fyrir leikslok. Það voru færi á báða boga í fyrri hálfleik en stærsta atvik hálfleiksins var eflaust þegar Sandra Mayor virtist vera tekin niður í teig KR. Þetta var rétt fyrir hálfleikinn og hefði breytt leiknum alveg ef Þór/KA hefði fengið víti. KR voru heilt yfir betra liðið í seinni hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Þær áttu nokkur ágætis færi áður en Ásdís Karen kem þeim yfir. Ásdís skoraði eftir laglega sendingu frá Gloriu Douglas en Gloria var búin að ryðja frá sér liggur við alla vörnina. Þór/KA náðu að setja einhverja pressu á KR eftir markið. KR náðu hinsvegar að standa af sér áhlaupið án þess að hleypa gestunum í dauðafæri. Betsy Hassett setti seinasta naglann í kistuna með glæsimarki á 84. mínútu. Af hverju vann KR?KR voru betra liðið í seinni hálfleik og unnu sér inn fyrir þessum sigri. Þær náðu að skapa sér betri færi úr opnum leik og áttu margar skemmtilegar fléttur upp völlinn. Hverjar stóðu upp úr?Það voru margar mjög góðar í liði KR í leiknum. Ásdís Karen og Gloria náðu sífellt að skapa hættu fyrir KR. Þær náðu trekk í trekk að skapa hættulegar leikstöður sem að lokum skilaði mörkum. Betsy Hassett stýrði miðjunni hjá KR mjög vel. Að skora síðan markið í lokin kórónaði síðan frábæra frammistöðu. Ingibjörg markmaður KR var virkilega örugg sínum aðgerðum í kvöld. Hún varði glæsilega aukaspyrnu frá Andreu Mist á mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik og stýrði teignum vel. Hún var heppin með þær sem voru fyrir framan hana en Ingunn og Laufey voru mjög góðar í miðvarðarstöðunum. Hvað gekk illa?Sandra Mayor sem hefur verið einn besti leikmaður landsins síðustu ár var ólík sjálfri sér í dag. Hún kom sér bara einu sinni í alvöru færi og þá var mögulega brotið á henni áður en hún skaut. Hún fékk svo sem ekki úr miklu að moða en sóknarleikur gestanna var ekki uppá marga fiska í dag. Hvað gerist næst?Það verður erfitt fyrir KR að hálfa sigurgöngunni áfram en þær fara á Hlíðarenda á þriðjudaginn. Þór/KA spila við liðið sem tapaði hinum undanúrslitaleiknum á þriðjudaginn, Fylki. Síðan má ekki gleyma sjálfum bikarúrslitaleiknum 17. ágúst á Laugardalsvelli. Þar mætast KR og Selfoss.Klippa: KR 2-0 Þór/KAJóhannes Karl: Við stóðumst þetta prófJóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. “Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Donni:Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA var ekki í frábæru skapi eftir leikinn enda búinn að missa möguleikann á að verða bikarmeistari með þetta frábæra lið. „Það er alveg rétt hjá þér, þetta var hundfúllt.” Þór/KA áttu erfitt með að skapa sér færi í leiknum. Það sást sérstaklega vel í seinni hálfleiknum hvað KR náðu að skapa sér miklu fleiri færi úr opnum leik en Þór/KA. „Við hefðum klárlega getað gert betur í sóknarleiknum og komið í veg fyrir þessi mörk hjá þeim. Það er ekki spurning, það er það sem við getum gert betur. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi. Fullt af hornspyrnum hefðum getað nýtt þær betur.Heilt yfir var þessi leikur pínu barningur en þær skoruðu mörkin og það er bara þannig.” Sandra Mayor framherji liðsins féll niður í teig KR í lok fyrri hálfleiks. Hún var alveg við það að sparka boltanum í netið og gestirnir voru vægast sagt ekki sáttir þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins flautaði ekki. „Ég vildi fá víti frá því þar sem ég stóð. Mér finnst mjög einkennilegt að leikmaðurinn detti þegar hún er að fara að sparka boltanum í markið. Ég á bara eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað mjög svekkjandi. Mér finnst allavega skrítið að leikmaður sem er að fara að sparka boltanum í markið detti. ” Mjólkurbikarinn
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Staðan var 0-0 eftir fyrri hálfleik en Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR yfir og síðan bætti Betsy Hassett við marki fyrir KR stuttu fyrir leikslok. Það voru færi á báða boga í fyrri hálfleik en stærsta atvik hálfleiksins var eflaust þegar Sandra Mayor virtist vera tekin niður í teig KR. Þetta var rétt fyrir hálfleikinn og hefði breytt leiknum alveg ef Þór/KA hefði fengið víti. KR voru heilt yfir betra liðið í seinni hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Þær áttu nokkur ágætis færi áður en Ásdís Karen kem þeim yfir. Ásdís skoraði eftir laglega sendingu frá Gloriu Douglas en Gloria var búin að ryðja frá sér liggur við alla vörnina. Þór/KA náðu að setja einhverja pressu á KR eftir markið. KR náðu hinsvegar að standa af sér áhlaupið án þess að hleypa gestunum í dauðafæri. Betsy Hassett setti seinasta naglann í kistuna með glæsimarki á 84. mínútu. Af hverju vann KR?KR voru betra liðið í seinni hálfleik og unnu sér inn fyrir þessum sigri. Þær náðu að skapa sér betri færi úr opnum leik og áttu margar skemmtilegar fléttur upp völlinn. Hverjar stóðu upp úr?Það voru margar mjög góðar í liði KR í leiknum. Ásdís Karen og Gloria náðu sífellt að skapa hættu fyrir KR. Þær náðu trekk í trekk að skapa hættulegar leikstöður sem að lokum skilaði mörkum. Betsy Hassett stýrði miðjunni hjá KR mjög vel. Að skora síðan markið í lokin kórónaði síðan frábæra frammistöðu. Ingibjörg markmaður KR var virkilega örugg sínum aðgerðum í kvöld. Hún varði glæsilega aukaspyrnu frá Andreu Mist á mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik og stýrði teignum vel. Hún var heppin með þær sem voru fyrir framan hana en Ingunn og Laufey voru mjög góðar í miðvarðarstöðunum. Hvað gekk illa?Sandra Mayor sem hefur verið einn besti leikmaður landsins síðustu ár var ólík sjálfri sér í dag. Hún kom sér bara einu sinni í alvöru færi og þá var mögulega brotið á henni áður en hún skaut. Hún fékk svo sem ekki úr miklu að moða en sóknarleikur gestanna var ekki uppá marga fiska í dag. Hvað gerist næst?Það verður erfitt fyrir KR að hálfa sigurgöngunni áfram en þær fara á Hlíðarenda á þriðjudaginn. Þór/KA spila við liðið sem tapaði hinum undanúrslitaleiknum á þriðjudaginn, Fylki. Síðan má ekki gleyma sjálfum bikarúrslitaleiknum 17. ágúst á Laugardalsvelli. Þar mætast KR og Selfoss.Klippa: KR 2-0 Þór/KAJóhannes Karl: Við stóðumst þetta prófJóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. “Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Donni:Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA var ekki í frábæru skapi eftir leikinn enda búinn að missa möguleikann á að verða bikarmeistari með þetta frábæra lið. „Það er alveg rétt hjá þér, þetta var hundfúllt.” Þór/KA áttu erfitt með að skapa sér færi í leiknum. Það sást sérstaklega vel í seinni hálfleiknum hvað KR náðu að skapa sér miklu fleiri færi úr opnum leik en Þór/KA. „Við hefðum klárlega getað gert betur í sóknarleiknum og komið í veg fyrir þessi mörk hjá þeim. Það er ekki spurning, það er það sem við getum gert betur. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi. Fullt af hornspyrnum hefðum getað nýtt þær betur.Heilt yfir var þessi leikur pínu barningur en þær skoruðu mörkin og það er bara þannig.” Sandra Mayor framherji liðsins féll niður í teig KR í lok fyrri hálfleiks. Hún var alveg við það að sparka boltanum í netið og gestirnir voru vægast sagt ekki sáttir þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins flautaði ekki. „Ég vildi fá víti frá því þar sem ég stóð. Mér finnst mjög einkennilegt að leikmaðurinn detti þegar hún er að fara að sparka boltanum í markið. Ég á bara eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað mjög svekkjandi. Mér finnst allavega skrítið að leikmaður sem er að fara að sparka boltanum í markið detti. ”