Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 22:08 Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr. Hestar Ölfus Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr.
Hestar Ölfus Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira