Magnaður Lowry í forystu á nýju vallarmeti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júlí 2019 19:01 Írinn Lowry á best annað sæti á risamóti, hann náði þeim árangri á Opna bandaríska árið 2016. Það stefnir allt í fyrsta risatitilinn á morgun vísir/getty Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira