Donald Trump: „Hvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2019 15:44 Trump ásamt eftirlifendum trúarlegs ofstækis á fundi í Hvíta húsinu. getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér. Bandaríkin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér.
Bandaríkin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira