Donald Trump: „Hvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2019 15:44 Trump ásamt eftirlifendum trúarlegs ofstækis á fundi í Hvíta húsinu. getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér. Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér.
Bandaríkin Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira