Enginn pirraður á Kurt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2019 08:00 Hjólhýsi Kurts er þakið litríkum auglýsingum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kurt er 67 ára gamall og nýlega kominn á eftirlaun. Hann er doktor í norrænum bókmenntum, starfaði sem kennari og átti lítinn bóndabæ við bæinn Reersö á vesturhluta Sjálands. Kurt og eiginkona hans seldu nýlega býlið en héldu eftir traktornum, sem er finnskur af gerðinni Valmet. En hann hafa þau átt í þrjátíu ár. En af hverju er Kurt að keyra um Ísland? „Ég veit ekkert af hverju mér datt þetta í hug,“ segir Kurt. „Ég fór í sams konar ferð fyrir tveimur árum. Þá keyrði ég norður eftir Svíþjóð og Noregi, allt til Norðurhafsins, og síðan suður eftir Finnlandi og með ferju yfir Eystrasaltið.“ Í þeirri ferð var Kurt boðið að heimsækja verksmiðjuna þar sem traktorinn hans var framleiddur. „Þegar ég var að keyra um Skandinavíu hugsaði ég með mér: Hvert næst? Af hverju ekki til Íslands?“Viðfangsefnið er eldri maður frá Danmörku sem er að keyra um Ísland á traktor.Kurt er ekki ókunnugur hér á landi. Fyrir um 25 árum kom Kurt ásamt eiginkonu sinni og dóttur og keyrði hringveginn, en á bíl. Þá kom hann hingað stuttlega fyrir átta árum þegar hann var á leiðinni til Grænlands í tengslum við bókarskrif. Kurt hefur skrifað alls átta bækur, þar af þrjár skáldsögur og nokkrar ævisögur. Kurt segir að eiginkonan hafi ekki getað komið með. Aðeins einn komist fyrir í traktornum sjálfum og ekki sé heimilt að sitja í hjólhýsinu á meðan það er á ferð. „Ef hún hefði komið með mér og þurft að sitja hér í hjólhýsinu alla ferðina þá held ég að hjónabandið myndi ekki eiga langt eftir,“ segir Kurt og brosir. „Þetta er ferð fyrir einn mann.“ Hann segir jafn framt að hún sé fyllilega sátt við ferðalög Kurts. Dóttir hans er nú uppkomin, með mann og barn. Á hjólhýsinu eru fjölmargar auglýsingar af ýmsum toga og Kurt segir það gert til að fjármagna ferðina. Þarna má finna auglýsingar frá traktorafyrirtækjum og litlum fyrirtækjum frá hans heimabæ. Þá heldur hann einnig úti eigin heimasíðu og heldur fyrirlestra. Þegar hann er ekki að keyra situr hann gjarnan við tölvuna í hjólhýsinu og skrifar um ferðina. Þegar við hittum Kurt við Norræna húsið var ferðalagið hálfnað. Hann áætlaði að það tæki fimm vikur. Hann kom til landsins á Seyðisfirði með Norrænu og var búinn að keyra um allt Norðurland, Vestfirði og Snæfellsnes. Auk þess keyrði hann Kjalveg þvert yfir landið. Vélarafl traktorsins er 61 hestafl og Kurt hefur komið honum upp í 31 kílómetra hraða á klukkustund. Yfirleitt keyrir hann þó ekki á nema 25. Venjulegir bílar með hjólhýsi geta angrað aðra ökumenn, hvað þá hægfara traktor.Viðfangsefnið er eldri maður frá Danmörku sem er að keyra um Ísland á traktorFréttablaðið/Sigtryggur AriVerða ökumenn ekki pirraðir á þér? „Nei, ég hef ekki lent í neinum vandræðum,“ segir Kurt. „Ökumenn sýna mér stundum puttann, en aldrei löngutöngina heldur aðeins þumalinn upp. Fólki finnst þetta skemmtilegt og öðruvísi. Það kemur til mín og vill fá að taka mynd eða bjóða mér heim til sín í kaffi. Allir hafa verið mjög vinsamlegir, bæði heimamenn og aðrir erlendir ferðamenn. Mér hefur til dæmis verið boðið að gista í garðinum við heimahús á Akureyri og fékk að skoða laxeldisbú.“ Á ferð sinni um Skandinavíu lenti Kurt tvisvar í vandræðum með traktorinn en segir að það hafi verið hans eigin sök. Hér á Íslandi hefur ekkert komið upp á. Stærsta áfallið var þegar poki af sykri rifnaði og sturtaðist yfir allt eldhúsið í hjólhýsinu. „Vegirnir hérna eru góðir. Mun betri en heima í Danmörku þar sem stjórnvöld eru óviljug til að leggja mikla peninga í viðhald. Traktorinn minn hefur hins vegar enga fjöðrun eins og bílar hafa. Á malarvegum þarf ég því að fara hægt og eftir að ég keyrði Kjalveginn varð ég mjög þreyttur. Sá vegur er mjög erfiður og mér er sagt að fólk keyri hann ekki á venjulegum fólksbílum. En á honum er margt að sjá fyrir ferðamenn.“ Kurt hikar lengi þegar hann er spurður út í fegursta staðinn sem hann hafi séð. „Ég get ekki svarað þessari spurningu. Allir staðir eru fallegir á Íslandi. En ég er hrifnari af sveitinni en þéttbýlinu,“ segir hann. „Sjáðu til, ég er svolítið hræddur við margmenni.“Kurt segir veigin á Íslandi mun betri en heima í Danmörku. Traktorinn hafi þó enga fjöðrun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVerður þú ekki einmana? „Nei, alls ekki. Ég hitti marga og hringi reglulega í konuna. En ég get vel skilið að þessi ferðamáti sé ekki fyrir alla. Ef einmanaleiki myndi hrjá mig þá væri ég ekki að þessu.“Hvert ætlar þú næst? „Það er ekki alveg ákveðið. Ég hef hugsað um að keyra allan hringinn í kringum Eystrasaltið. Einnig um að flytja traktorinn yfir Atlantshaf til Kanada, keyra þaðan vestur til Kyrrahafs, suður eftir strönd Bandaríkjanna og síðan í gegnum Suðurríkin til baka. Þetta er allt saman í skoðun,“ segir Kurt sem er greinilega hvergi nærri hættur. Eftir viðkomu í Reykjavík mun Kurt halda ótrauður áfram austur eftir Suðurlandi og austur til Seyðisfjarðar. Þar mun hann taka Norrænu aftur heim til Danmerkur. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Kurt er 67 ára gamall og nýlega kominn á eftirlaun. Hann er doktor í norrænum bókmenntum, starfaði sem kennari og átti lítinn bóndabæ við bæinn Reersö á vesturhluta Sjálands. Kurt og eiginkona hans seldu nýlega býlið en héldu eftir traktornum, sem er finnskur af gerðinni Valmet. En hann hafa þau átt í þrjátíu ár. En af hverju er Kurt að keyra um Ísland? „Ég veit ekkert af hverju mér datt þetta í hug,“ segir Kurt. „Ég fór í sams konar ferð fyrir tveimur árum. Þá keyrði ég norður eftir Svíþjóð og Noregi, allt til Norðurhafsins, og síðan suður eftir Finnlandi og með ferju yfir Eystrasaltið.“ Í þeirri ferð var Kurt boðið að heimsækja verksmiðjuna þar sem traktorinn hans var framleiddur. „Þegar ég var að keyra um Skandinavíu hugsaði ég með mér: Hvert næst? Af hverju ekki til Íslands?“Viðfangsefnið er eldri maður frá Danmörku sem er að keyra um Ísland á traktor.Kurt er ekki ókunnugur hér á landi. Fyrir um 25 árum kom Kurt ásamt eiginkonu sinni og dóttur og keyrði hringveginn, en á bíl. Þá kom hann hingað stuttlega fyrir átta árum þegar hann var á leiðinni til Grænlands í tengslum við bókarskrif. Kurt hefur skrifað alls átta bækur, þar af þrjár skáldsögur og nokkrar ævisögur. Kurt segir að eiginkonan hafi ekki getað komið með. Aðeins einn komist fyrir í traktornum sjálfum og ekki sé heimilt að sitja í hjólhýsinu á meðan það er á ferð. „Ef hún hefði komið með mér og þurft að sitja hér í hjólhýsinu alla ferðina þá held ég að hjónabandið myndi ekki eiga langt eftir,“ segir Kurt og brosir. „Þetta er ferð fyrir einn mann.“ Hann segir jafn framt að hún sé fyllilega sátt við ferðalög Kurts. Dóttir hans er nú uppkomin, með mann og barn. Á hjólhýsinu eru fjölmargar auglýsingar af ýmsum toga og Kurt segir það gert til að fjármagna ferðina. Þarna má finna auglýsingar frá traktorafyrirtækjum og litlum fyrirtækjum frá hans heimabæ. Þá heldur hann einnig úti eigin heimasíðu og heldur fyrirlestra. Þegar hann er ekki að keyra situr hann gjarnan við tölvuna í hjólhýsinu og skrifar um ferðina. Þegar við hittum Kurt við Norræna húsið var ferðalagið hálfnað. Hann áætlaði að það tæki fimm vikur. Hann kom til landsins á Seyðisfirði með Norrænu og var búinn að keyra um allt Norðurland, Vestfirði og Snæfellsnes. Auk þess keyrði hann Kjalveg þvert yfir landið. Vélarafl traktorsins er 61 hestafl og Kurt hefur komið honum upp í 31 kílómetra hraða á klukkustund. Yfirleitt keyrir hann þó ekki á nema 25. Venjulegir bílar með hjólhýsi geta angrað aðra ökumenn, hvað þá hægfara traktor.Viðfangsefnið er eldri maður frá Danmörku sem er að keyra um Ísland á traktorFréttablaðið/Sigtryggur AriVerða ökumenn ekki pirraðir á þér? „Nei, ég hef ekki lent í neinum vandræðum,“ segir Kurt. „Ökumenn sýna mér stundum puttann, en aldrei löngutöngina heldur aðeins þumalinn upp. Fólki finnst þetta skemmtilegt og öðruvísi. Það kemur til mín og vill fá að taka mynd eða bjóða mér heim til sín í kaffi. Allir hafa verið mjög vinsamlegir, bæði heimamenn og aðrir erlendir ferðamenn. Mér hefur til dæmis verið boðið að gista í garðinum við heimahús á Akureyri og fékk að skoða laxeldisbú.“ Á ferð sinni um Skandinavíu lenti Kurt tvisvar í vandræðum með traktorinn en segir að það hafi verið hans eigin sök. Hér á Íslandi hefur ekkert komið upp á. Stærsta áfallið var þegar poki af sykri rifnaði og sturtaðist yfir allt eldhúsið í hjólhýsinu. „Vegirnir hérna eru góðir. Mun betri en heima í Danmörku þar sem stjórnvöld eru óviljug til að leggja mikla peninga í viðhald. Traktorinn minn hefur hins vegar enga fjöðrun eins og bílar hafa. Á malarvegum þarf ég því að fara hægt og eftir að ég keyrði Kjalveginn varð ég mjög þreyttur. Sá vegur er mjög erfiður og mér er sagt að fólk keyri hann ekki á venjulegum fólksbílum. En á honum er margt að sjá fyrir ferðamenn.“ Kurt hikar lengi þegar hann er spurður út í fegursta staðinn sem hann hafi séð. „Ég get ekki svarað þessari spurningu. Allir staðir eru fallegir á Íslandi. En ég er hrifnari af sveitinni en þéttbýlinu,“ segir hann. „Sjáðu til, ég er svolítið hræddur við margmenni.“Kurt segir veigin á Íslandi mun betri en heima í Danmörku. Traktorinn hafi þó enga fjöðrun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVerður þú ekki einmana? „Nei, alls ekki. Ég hitti marga og hringi reglulega í konuna. En ég get vel skilið að þessi ferðamáti sé ekki fyrir alla. Ef einmanaleiki myndi hrjá mig þá væri ég ekki að þessu.“Hvert ætlar þú næst? „Það er ekki alveg ákveðið. Ég hef hugsað um að keyra allan hringinn í kringum Eystrasaltið. Einnig um að flytja traktorinn yfir Atlantshaf til Kanada, keyra þaðan vestur til Kyrrahafs, suður eftir strönd Bandaríkjanna og síðan í gegnum Suðurríkin til baka. Þetta er allt saman í skoðun,“ segir Kurt sem er greinilega hvergi nærri hættur. Eftir viðkomu í Reykjavík mun Kurt halda ótrauður áfram austur eftir Suðurlandi og austur til Seyðisfjarðar. Þar mun hann taka Norrænu aftur heim til Danmerkur.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira