Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 23:06 Um er að ræða uppfærslu á ratsjárkerfum NATO ásamt viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent