Fatakeðjan Forever 21 sækir um gjaldþrotavernd Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 07:52 Verslun Forever 21 í London. Getty Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira