Enski boltinn

De Gea: Strákarnir verða að spila betur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea
David de Gea vísir/getty
David de Gea var ekki sáttur með að Manchester United hefði ekki náð að vinna Arsenal er liðin mættust á Old Trafford í kvöld.

„Þetta voru stór mistök af okkar hálfu. Við gáfum mikilvæg mark,“ sagði de Gea.

United komst yfir í leiknum með glæsimarki Scott McTominay en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin með hjálp myndbandsdómgæslu.

„Við áttum góð tækifæri, þeir fengu auðvitað færi líka, en mér finnst við hafa átt betri færi.“

„Við þurfum að horfa fram á við og reyna að vinna hvern einasta leik.“

„Þetta er Manchester United og við verðum að vinna þessa leiki. Strákarnir þurfa að bregðast við og spila betur en þeir eru að gera. Við erum lið en við verðum að bæta okkur.“

Manchester United situr í 10. sæti deildarinnar með 9 stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×