Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:00 Alma Möller, landlæknir, vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir. Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir.
Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira