Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2019 19:00 Xi Jinping, forseti Kína, var fremstur í flokki þeirra sem söfnuðust saman við píslarvottaminnisvarðann í höfuðborginni Peking í dag. Mikill fjöldi safnaðist þar saman og var blómsveigur lagður að minnisvarðanum til þess að minnast þeirra sem féllu í byltingu kommúnista. En á morgun fagna Kínverjar þeim sjötíu árum sem eru liðin frá því Lýðveldið Kína vék fyrir Alþýðulýðveldinu Kína eftir blóðuga byltingu sem heimti líf fjölmargra. Bæði í borgarastyrjöldinni sjálfri og svo meðal annars í hreinsunum á andófsmönnum. Þá eru ótaldir þeir tugir milljóna sem fórust í hungursneyðum. Cui Baoxian, níræður íbúi í Peking, minnist byltingarinnar svona í dag: „Á þessum tíma fundum við fyrir bæði andlegum og fjárhagslegum þrýstingi. Þetta var ekki auðvelt. Það var mikið stress.“Rifin upp úr fátækt Það er þó ekki þar með sagt að eymdin ein hafi fylgt yfirráðum Kommúnistaflokksins. Árið 1978 tók Deng Xiaoping við völdum og opnaði fyrir bæði milliríkjaviðskipti og takmarkaðan einkarekstur. Þá voru níu af hverjum tíu Kínverjum sárafátækir samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans. Í dag, eftir ævintýralegan hagvöxt, er einn af hverjum hundrað í þeirri stöðu. Kínverjar standa nú frammi fyrir ýmsum áskorunum. Meint ill meðferð á uighur-múslimum í Xinjiang-héraði er fordæmd, Kína á í erfiðu tollastríði við Bandaríkin og hávær mótmæli eru enn í Hong Kong. Kína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, var fremstur í flokki þeirra sem söfnuðust saman við píslarvottaminnisvarðann í höfuðborginni Peking í dag. Mikill fjöldi safnaðist þar saman og var blómsveigur lagður að minnisvarðanum til þess að minnast þeirra sem féllu í byltingu kommúnista. En á morgun fagna Kínverjar þeim sjötíu árum sem eru liðin frá því Lýðveldið Kína vék fyrir Alþýðulýðveldinu Kína eftir blóðuga byltingu sem heimti líf fjölmargra. Bæði í borgarastyrjöldinni sjálfri og svo meðal annars í hreinsunum á andófsmönnum. Þá eru ótaldir þeir tugir milljóna sem fórust í hungursneyðum. Cui Baoxian, níræður íbúi í Peking, minnist byltingarinnar svona í dag: „Á þessum tíma fundum við fyrir bæði andlegum og fjárhagslegum þrýstingi. Þetta var ekki auðvelt. Það var mikið stress.“Rifin upp úr fátækt Það er þó ekki þar með sagt að eymdin ein hafi fylgt yfirráðum Kommúnistaflokksins. Árið 1978 tók Deng Xiaoping við völdum og opnaði fyrir bæði milliríkjaviðskipti og takmarkaðan einkarekstur. Þá voru níu af hverjum tíu Kínverjum sárafátækir samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans. Í dag, eftir ævintýralegan hagvöxt, er einn af hverjum hundrað í þeirri stöðu. Kínverjar standa nú frammi fyrir ýmsum áskorunum. Meint ill meðferð á uighur-múslimum í Xinjiang-héraði er fordæmd, Kína á í erfiðu tollastríði við Bandaríkin og hávær mótmæli eru enn í Hong Kong.
Kína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira