Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Hervör Þorvaldsdóttir er forseti Landsréttar. Vísir Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira