Sérsveit krónprinsins pyntaði og rændi stjórnarandstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 08:53 Salman krónprins var fyrst lýst sem umbótamanni þegar hann tók í reynd við stjórn Sádi-Arabíu árið 2017. Undir hans stjórn hafa stjórnarandstæðingar hins vegar verið handteknir, pyntaðir og jafnvel myrtir. Vísir/EPA Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira