Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2019 00:01 Einar Kárason á að baki 40 ára farsælan rithöfundarferil en fær ekki krónu í listamannalaun. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira