LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fjórum löglærðum fulltrúum. Fulltrúarnir eru ráðnir til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni.
LOGOS er með starfsstöðvar í Reykjavík og London og er í forystu við að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum lögfræðiráðgjöf. LOGOS er jafnframt sú lögmannsstofa á Íslandi sem á sér lengsta sögu.
Þeir fulltrúar sem hafa verið ráðnir til starfa eru þau Erna Leifsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Kristín Edda Frímannsdóttir og Tómas Aron Viggósson. Þau þrjú síðastnefndu hafa öll starfað sem laganemar hjá lögmannsþjónustunni frá árinu 2017.
Erna Leifsdóttir hóf störf hjá LOGOS í júní 2019. Erna útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík sumarið 2019. Hún starfaði áður við lögfræðiráðgjöf hjá Eignarekstri. Unnusti Ernu er Theodór Halldórsson flugmaður.
Hrafnkell Ásgeirsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í júní 2019 en starfaði sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2017 samhliða námi. Hann útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2019. Hrafnkell starfaði áður hjá VÍS. Unnusta Hrafnkels er Vala Rún Magnúsdóttir nemi í verkfræði. Athygli vekur að Hrafnkell var valinn fyndnasti háskólaneminn árið 2017.
Kristín Edda Frímannsdóttir hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í júní 2019 en starfaði sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2017 samhliða námi. Hún útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2019. Áður starfaði Kristín Edda hjá Morgunblaðinu og Lagastofnun Háskóla Íslands. Unnusti Kristínar Eddu er Arnaldur Bragi Jakobsson arkitekt.
Tómas Aron Viggósson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í júní 2019 en starfaði sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2017 samhliða námi. Tómas útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Hann starfaði áður hjá Tryggingamiðstöðinni. Unnusta Tómasar er Unnur Véný Kristinsdóttir verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.
Fyndnasti háskólaneminn til LOGOS
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið

Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar
Viðskipti innlent

Hildur ráðin forstjóri Advania
Viðskipti innlent


Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar
Viðskipti innlent

Atvinnuleysi eykst
Viðskipti innlent

Strákar og stálp fá styrk
Viðskipti innlent

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent

Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“
Viðskipti innlent

Skipti í brúnni hjá Indó
Viðskipti innlent
