Er Sigmundur Davíð orðinn Shakespeare? Michel Sallé skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Panama-skjölin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum.
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar