Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 09:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15