Fjórðungur afplánar refsidóma utan veggja fangelsa hérlendis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. janúar 2019 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í fulla notkun á árinu. Fréttablaðið/Anton Brink Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira