Eins og margir vita var Paltrow gift söngvaranum Chris Martin í tíu ár eða frá 2004-2014 en þau hafa verið góðir vinir eftir skilnaðinn. Þau eru það góðir vinir að Martin fór með hjónunum í brúðkaupsferðina.
„Við fórum bara í stjóra fjölskyldubrúðkaupsferð. Eiginmaðurinn minn og hans börn, mín börn, fyrrverandi eiginmaður minn og okkar bestu vinir,“ segir Patrow í fjölmiðlum ytra.
„Þetta var frekar nútímaleg brúðkaupsferð. Þetta var yndislegt og við skemmtum okkur virkilega vel.“
Chris Martin leikkonan Dakota Johnson eru í dag í ástarsambandi og mætti sú síðarnenda einnig á staðinn.
Martin og Paltrow eiga saman tvö börn, þau Apple (14 ára) og Moses (12 ára) og var þessi ákvörðun tekin fyrir þau.