Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:35 Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03