Kólumbísku varamennirnir stálu senunni gegn Argentínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roger Martínez braut ísinn með laglegu marki á 71. mínútu.
Roger Martínez braut ísinn með laglegu marki á 71. mínútu. vísir/getty
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu fara illa af stað í Suður-Ameríkukeppninni. Í gær tapaði Argentína fyrir Kólumbíu, 0-2, í fyrsta leik sínum í keppninni. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíu á Argentínu í tólf ár.

Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan að honum loknum var markalaus.

Meira fjör færðist í leikinn eftir hlé. Messi fékk gott færi til að koma Argentínu yfir en skaut framhjá.

Á 71. mínútu fékk varamaðurinn Roger Martínez frábæra sendingu frá James Rodíguez. Hann lék á Renzo Saravia og þrumaði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Franco Armani í argentínska markinu.

Þegar fjórar mínútum voru til leiksloka skoraði annar varamaður, Duván Zapata, með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jeffersons Lerma og gulltryggði sigur Kólumbíumanna.

Næsti leikur Kólumbíu er gegn Katar á miðvikudaginn. Degi síðar mætir Argentína Paragvæ.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira