Hótuðu að skjóta ólétta konu eftir að fjögurra ára dóttir hennar stal dúkku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 23:30 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Fjölskyldan, par á þrítugsaldri og dætur þeirra tvær, er sýnilega afar slegin. Skjáskot/Twitter Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína. Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína.
Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira