Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. júní 2019 06:15 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent