Með barefli inni á skemmtistað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 08:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inn á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira