Segir menntakerfið skorta svigrúm til launahækkana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:30 Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira