Íslenski boltinn

Viktor fluttur á sjúkrahús

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor fór af Fylkisvellinum í sjúkrabíl.
Viktor fór af Fylkisvellinum í sjúkrabíl. vísir/e.stefán
Viktor Jónsson, framherji ÍA, varð fyrir höfuðmeiðslum í uppbótartíma í leiknum gegn Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Óttar Bjarni Guðmundsson jafnaði í 2-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Fylkismenn fengu hornspyrnu í kjölfarið sem Viktor skallaði frá. Í leiðinni lenti hann í samstuði við Ásgeir Eyþórsson, varnarmann Fylkis, og lá óvígur eftir. Boltinn barst í kjölfarið á Fylkismanninn Hákon Inga Jónsson sem átti skot framhjá.

Viktor lá á vellinum eftir lokaflautið og á endanum var farið með hann burt í sjúkrabíl.

Viktor kom til ÍA frá Þrótti R. fyrir tímabilið. Hann skoraði í 3-1 sigri Skagamanna á KA-mönnum í 1. umferðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×