Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 12:23 Mikið gengur á í fullkláruðu atriði Hatara. Instagram/@eurovision Fjöllistahópurinn og hljómsveitin Hatari, sem kemur til með að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Ísrael síðar í þessum mánuði, hefur lokið sinni fyrstu æfingu í Tel Aviv. Stutt myndband af æfingunni má sjá neðar í fréttinni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns gekk æfingin afar vel. Gísli Marteinn er meðlimur fjölmenns starfsliðs sem Ríkisútvarpið sendi til Ísrael. „Þessi fyrsta æfing er aðallega til þess að fá tilfinningu fyrir sviðinu. Hvernig hljóð, dans, leikmynd og myndavélar hafa lært á atriðið í gegn um þær leiðbeiningar sem við höfum sent þeim,“ sagði Gísli í samtali við fréttastofu og bætti við að hann ræki ekki minni til þess að svona góður árangur hafi náðst á fyrstu æfingum íslenskra Eurovision-atriða í gegn um tíðina.Sjá einnig: „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Gísli sagði fyrsta rennsli lagsins „Hatrið mun sigra,“ eins og lag Hatara heitir, hafa hlotið einróma lof blaðamanna á svæðinu.Aðspurður út í breytingar á atriðinu frá því sem sást hér í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem sker úr um hver tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, sagði Gísli þær ekki vera miklar. „Það er ekki mikil breyting á atriðinu. Það sem kemur á skjáina fyrir aftan hljómsveitina, það er aðeins búið að breyta þeim myndum,“ segir Gísli. Hann segir atriðið í grunninn vera eins og það atriði sem vann keppnina hér á Íslandi. Þó sé búið að bæta einum leikmun við atriðið. „Það er hnöttur sem trommugimpið stendur ofan á, eða inni í.“Ekkert bólar á yfirlýsingu Hatara Blaðamaður spurði Gísla út í fyrirhugaða yfirlýsingu Hatara, en hljómsveitin hafði gefið það út að von væri á yfirlýsingu frá sveitinni eftir að til Ísrael yrði komið. Kvaðst Gísli engin svör geta veitt við slíkum fyrirspurnum. „Vegir Hatara eru órannsakanlegir, þannig að það getur allt gerst.“ Hér að neðan má sjá YouTube myndband opinberrar rásar Eurovision af æfingunni. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjöllistahópurinn og hljómsveitin Hatari, sem kemur til með að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Ísrael síðar í þessum mánuði, hefur lokið sinni fyrstu æfingu í Tel Aviv. Stutt myndband af æfingunni má sjá neðar í fréttinni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns gekk æfingin afar vel. Gísli Marteinn er meðlimur fjölmenns starfsliðs sem Ríkisútvarpið sendi til Ísrael. „Þessi fyrsta æfing er aðallega til þess að fá tilfinningu fyrir sviðinu. Hvernig hljóð, dans, leikmynd og myndavélar hafa lært á atriðið í gegn um þær leiðbeiningar sem við höfum sent þeim,“ sagði Gísli í samtali við fréttastofu og bætti við að hann ræki ekki minni til þess að svona góður árangur hafi náðst á fyrstu æfingum íslenskra Eurovision-atriða í gegn um tíðina.Sjá einnig: „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Gísli sagði fyrsta rennsli lagsins „Hatrið mun sigra,“ eins og lag Hatara heitir, hafa hlotið einróma lof blaðamanna á svæðinu.Aðspurður út í breytingar á atriðinu frá því sem sást hér í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem sker úr um hver tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, sagði Gísli þær ekki vera miklar. „Það er ekki mikil breyting á atriðinu. Það sem kemur á skjáina fyrir aftan hljómsveitina, það er aðeins búið að breyta þeim myndum,“ segir Gísli. Hann segir atriðið í grunninn vera eins og það atriði sem vann keppnina hér á Íslandi. Þó sé búið að bæta einum leikmun við atriðið. „Það er hnöttur sem trommugimpið stendur ofan á, eða inni í.“Ekkert bólar á yfirlýsingu Hatara Blaðamaður spurði Gísla út í fyrirhugaða yfirlýsingu Hatara, en hljómsveitin hafði gefið það út að von væri á yfirlýsingu frá sveitinni eftir að til Ísrael yrði komið. Kvaðst Gísli engin svör geta veitt við slíkum fyrirspurnum. „Vegir Hatara eru órannsakanlegir, þannig að það getur allt gerst.“ Hér að neðan má sjá YouTube myndband opinberrar rásar Eurovision af æfingunni.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00
„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19