Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 15:24 Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira