Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar. Mynd/Umhverfisráðuneytið „Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni. Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira