Bein útsending: Auður Ava ríður á vaðið í Norræna húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 18:45 Auður Ava er margverðlaunaður rithöfundur. FBL/Sigtryggur Ari Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland. Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland.
Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05