„Við munum sakna þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira