Kelly McGillis veit af hverju hún er ekki í nýju Top Gun: „Ég er gömul og ég er feit“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 10:37 Kelly McGillis kvaddi sviðsljósið fyrir löngu. Getty/IMDB Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig. Hollywood Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig.
Hollywood Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein