Ráðherra undrast að sjúkraflug hafi tafist vegna óvissu um greiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2019 12:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira