Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Trump sagðist sjá pólitískan ávinning í að vega að þingmönnum af öðrum kynþáttum þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann lagði af stað til Jamestown. Vísir/EPA Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41