Viðskipti innlent

Bene­dikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi

Atli Ísleifsson skrifar
Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar.
Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi
Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs.

Í tilkynningu frá Skeljungi kemur fram að Benedikt hafi unnið fyrir félagið í nærri fjögur ár.

Benedikt Ólafsson.
Benedikt sat í stjórn Skeljungs á árunum 2013 til 2016 áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Haft er eftir Benedikt að hann vilji þakka stjórn og starfsmönnum félagsins fyrir þann tíma sem hann hafi haft aðkomu að félaginu, bæði sem stjórnarmaður og síðar starfsmaður. 

„Það var lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í skráningu félagsins á markað og framgangi þess í framhaldinu.

Ég tel þetta vera réttan tímapunkt fyrir mig til að gera breytingar og óska ég starfsmönnum félagsins alls hins besta á komandi árum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×