Lífið

Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Andri Eysteinsson skrifar
Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016.
Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016. Getty
Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.

Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.

Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.Instagram
Mikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita.

Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King.

Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.

Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.Instagram
Eftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög.

Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N).

Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.

Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15
Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig.

Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan.

 
 
 
View this post on Instagram
#lexasig

A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT

 
 
 
View this post on Instagram
Við getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig

A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT

 
 
 
View this post on Instagram
#LexaSig

A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT

 
 
 
View this post on Instagram
What a wedding #lexasig

A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT

 
 
 
View this post on Instagram
Celebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23

A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×