Bólusetning gegn pneumókokkum hefur sparað samfélaginu milljarð Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 13:18 Innlögnum barna á sjúkrahús vegna lungnabólgu hefur fækkað um tuttugu prósent eftir innleiðingu bóluefnisins. Vísir/Getty Á vef embættis landlæknis kemur fram að almenn bólusetning gegn pneumókokkum hafi borið árangur en sýnt var fram á þetta í nýlegri doktorsgrein Elíasar Eyþórssonar. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum. Þar ber að nefna miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu. Í greininni kemur fram að bólusetningin hefur minnkað sýklalyfjanotkun hjá börnum um tæplega sex prósent. Þá hefur innlögnum barna á sjúkrahús vegna lungnabólgu fækkað um tuttugu prósent og miðeyrnabólgum og alvarlegum ífarandi sýkingum farið verulega fækkandi. Almenn bólusetning gegn pneumókokkum hófst hér á landi árið 2011 og sýndu kostnaðar- og hagkvæmnisútreikningar fyrstu fimm árin eftir innleiðingu bóluefnisins að sparnaður íslensks samfélags vegna bólusetningarinnar hafi hljóðað upp á tæplega milljarð króna á verðlagi ársins 2015. Á vef landlæknis segir að þessar niðurstöður sýni glöggt að bólusetningar séu ekki einungis áhrifaríkar til þess að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar heldur séu þær einnig afskaplega kostnaðarhagkvæmar. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. 9. júní 2013 18:30 Rannsaka áhrif bólusetningar Hópur sérfræðinga á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands hefur hlotið stóran styrk til að rannsaka áhrif bólusetningar gegn alvarlegum sýkingarvaldi — bakteríutegund sem veldur algengum sýkingum eins og eyrnabólgum, lífshættulegum blóðsýkingum og heilahimnu- og lungnabólgu. 20. febrúar 2012 06:00 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Á vef embættis landlæknis kemur fram að almenn bólusetning gegn pneumókokkum hafi borið árangur en sýnt var fram á þetta í nýlegri doktorsgrein Elíasar Eyþórssonar. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum. Þar ber að nefna miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu. Í greininni kemur fram að bólusetningin hefur minnkað sýklalyfjanotkun hjá börnum um tæplega sex prósent. Þá hefur innlögnum barna á sjúkrahús vegna lungnabólgu fækkað um tuttugu prósent og miðeyrnabólgum og alvarlegum ífarandi sýkingum farið verulega fækkandi. Almenn bólusetning gegn pneumókokkum hófst hér á landi árið 2011 og sýndu kostnaðar- og hagkvæmnisútreikningar fyrstu fimm árin eftir innleiðingu bóluefnisins að sparnaður íslensks samfélags vegna bólusetningarinnar hafi hljóðað upp á tæplega milljarð króna á verðlagi ársins 2015. Á vef landlæknis segir að þessar niðurstöður sýni glöggt að bólusetningar séu ekki einungis áhrifaríkar til þess að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar heldur séu þær einnig afskaplega kostnaðarhagkvæmar.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. 9. júní 2013 18:30 Rannsaka áhrif bólusetningar Hópur sérfræðinga á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands hefur hlotið stóran styrk til að rannsaka áhrif bólusetningar gegn alvarlegum sýkingarvaldi — bakteríutegund sem veldur algengum sýkingum eins og eyrnabólgum, lífshættulegum blóðsýkingum og heilahimnu- og lungnabólgu. 20. febrúar 2012 06:00 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. 9. júní 2013 18:30
Rannsaka áhrif bólusetningar Hópur sérfræðinga á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands hefur hlotið stóran styrk til að rannsaka áhrif bólusetningar gegn alvarlegum sýkingarvaldi — bakteríutegund sem veldur algengum sýkingum eins og eyrnabólgum, lífshættulegum blóðsýkingum og heilahimnu- og lungnabólgu. 20. febrúar 2012 06:00
Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57