Jón Steinar segir rektor HR fara með tilhæfulausar dylgjur í réttarsal Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2019 19:06 Jón Steinar segir Ara Kristinn rektor fara fram með ósannaðan rógburð á hendur Kristni Sigurjónssyni. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40
Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“