Herafli var sendur á vettvang til að liðka fyrir rýmkun og til þess að freista þess að tryggja árbakka Steeping. Allt kom þó fyrir ekki og munu bráðabirgðaráðstafanir hersins eiga skammt eftir og því mun aukast í flóðið. Þyrlur flugu sandpokum á vettang og fluttu hermenn til að aðstoða íbúa.
Yfirvöld bíða eftir því að flóðið sjatni og er sagt að veðurfar næstu tveggja daga muni skipta sköpum.