Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta skiptið Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 15:09 Frá upphitun í Mosfellsbæ. Kvennahlaupið Gert er ráð fyrir því að um tíu þúsund konur hafi tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Þetta er í þrítugasta sinn sem Kvennahlaupið fer fram. Frábær þátttaka var í hlaupinu í dag en hlaupið var á yfir áttatíu stöðum víðs vegar um landið og víða erlendis. Mismunandi vegalengdir voru í boði fyrir þátttakendur, allt frá 900 metrum upp í tíu kílómetra. Góð stemning var hjá þátttakendum og segir í fréttatilkynningu að gleði og kátína hafi skinið úr hverju andliti þegar konur á öllum aldri komu saman og áttu skemmtilega stund. Sumir hlupu á meðan aðrir gengu en rúmlega þrjú þúsund manns hlupu í Garðabæ, þúsund í Mosfellsbæ, þrjú hundruð á Akureyri og í Reykjanesbæ og rúmlega hundrað á Ísafirði og á Egilsstöðum. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið þann 30. júní árið 1990 í Garðabæ og fór það fram í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir kom með hugmyndina frá Finnlandi og þótti það kjörið að bjóða upp á eitthvað nýtt sem höfðaði til almennings á Íþróttahátíðinni. Síðan þá hafa þúsundir kvenna um allt land hlaupið saman í júní í þrjátíu ár. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu og er lögð áhersla á að hver kona taki þátt á sínum forsendum og komi í mark á sínum hraða og með bros á vör. Algengt er að margir ættliðir fari saman í hlaupið og geri sér glaðan dag að hlaupi loknu. Heilsa Jafnréttismál Menning Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að um tíu þúsund konur hafi tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Þetta er í þrítugasta sinn sem Kvennahlaupið fer fram. Frábær þátttaka var í hlaupinu í dag en hlaupið var á yfir áttatíu stöðum víðs vegar um landið og víða erlendis. Mismunandi vegalengdir voru í boði fyrir þátttakendur, allt frá 900 metrum upp í tíu kílómetra. Góð stemning var hjá þátttakendum og segir í fréttatilkynningu að gleði og kátína hafi skinið úr hverju andliti þegar konur á öllum aldri komu saman og áttu skemmtilega stund. Sumir hlupu á meðan aðrir gengu en rúmlega þrjú þúsund manns hlupu í Garðabæ, þúsund í Mosfellsbæ, þrjú hundruð á Akureyri og í Reykjanesbæ og rúmlega hundrað á Ísafirði og á Egilsstöðum. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið þann 30. júní árið 1990 í Garðabæ og fór það fram í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir kom með hugmyndina frá Finnlandi og þótti það kjörið að bjóða upp á eitthvað nýtt sem höfðaði til almennings á Íþróttahátíðinni. Síðan þá hafa þúsundir kvenna um allt land hlaupið saman í júní í þrjátíu ár. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu og er lögð áhersla á að hver kona taki þátt á sínum forsendum og komi í mark á sínum hraða og með bros á vör. Algengt er að margir ættliðir fari saman í hlaupið og geri sér glaðan dag að hlaupi loknu.
Heilsa Jafnréttismál Menning Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira