Suður-Afríka, Jamaíka, Skotland og Síle hafa tapað öllum sjö leikjum sínum á HM með samtals 15 marka mun.
7 - The four nations making their Women's World Cup debuts at this tournament - Chile, Jamaica, Scotland and South Africa - have played seven matches so far, losing all seven and conceding 18 goals in the process. Struggles. #FIFAWWC
— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2019
Suður-Afríka hefur tapað báðum leikjum sínum í B-riðli; 1-3 fyrir Spáni og 0-1 fyrir Kína.
Jamaíka hefur fengið tvo skelli í C-riðli. Jamaíska liðið tapaði 0-3 fyrir Brasilíu og 0-5 fyrir Ítalíu í gær.
Skotar eru án stiga í D-riðli eftir tvö 1-2 töp fyrir Englendingum og Japönum.
Síle tapaði 0-2 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik sínum í F-riðli. Síle mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna á sunnudaginn. Róðurinn verður væntanlega þungur fyrir þær sílesku því Bandaríkin rústuðu Tælandi, 13-0, í fyrsta leik sínum á HM.
Nýliðarnir á HM hafa aðeins skorað samtals þrjú mörk en fengið á sig 18 í sjö leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik.
Árangur nýliðanna á HM 2019:
Suður-Afríka 1-3 Spánn
Suður-Afríka 0-1 Kína
Jamaíka 0-3 Brasilía
Jamaíka 0-5 Ítalía
Skotland 1-2 England
Skotland 1-2 Japan
Síle 0-2 Svíþjóð