Innlent

Kvartað undan ágengum rósasölumanni

Andri Eysteinsson skrifar
Maðurinn, sem er þó ekki sá sem hér sést, gekk í hús og reyndi að selja íbúum rósir.
Maðurinn, sem er þó ekki sá sem hér sést, gekk í hús og reyndi að selja íbúum rósir. Getty/Arne Dedert
Lögreglu var tilkynnt um ágengan sölumann eða betlara í Laugarneshverfi í dag. Maðurinn hafði verið að ganga í hús og bjóða rósir til sölu en var ekki par sáttur með greiðslur eða þær móttökur sem hann fékk frá íbúum og því kvartað undan ágengni hans.

Töluvert var um verkefni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag, nokkrar bifreiðir voru stöðvaðar vegna gruns um ölvunarakstur og voru skráningarnúmer þrettán bifreiða klippt af í dag vegna þess að þær voru ótryggðar eða höfðu ekki gengist undir lögbundna skoðun á réttum tíma.

Þá var tilkynnt um skothvelli í Vogahverfi snemma í morgun eins og Vísir hefur áður greint frá og í Hafnarfirði barst tilkynning um mann sem hafði rotast eftir að hafa fallið af hestbaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×