Lykilatriði að geta ropað almennilega Björn Þorfinnsson skrifar 20. september 2019 06:45 Magnús Már og Einar Örn eru spenntir fyrir hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira