Innlent

Baráttuhugur í kröfugöngu 

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Eflingar.
Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Eflingar.
Hótelþernur í Eflingu lögðu niður störf klukkan tíu í gærmorgun og stóð verkfallið til miðnættis. Eflingarfólk fjölmennti í Gamla bíó þar sem boðið var upp á dagskrá allan daginn. Farið var í kröfugöngu um miðbæinn sem endaði á baráttufundi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, MFÍK. Fréttablaðið ræddi við nokkra þátttakendur.

Kjaramál Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði að dagurinn hefði gengið mjög vel.

„Það er búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags en ég held að allir sem eru hérna hafi séð að verkalýðsbarátta og gleði geta farið saman. Það er bara baráttugleði.“

Hann segir að afskipti hafi verið höfð af ýmsum málum sem voru möguleg verkfallsbrot.

„Ég myndi segja að það hafi ekki verið mikið um gróf eða vísvitandi verkfallsbrot. Það hafa komið upp vafatilfelli og þá hefur okkar fólk bara farið í það og komið með ábendingar. Í flestum tilfellum hefur því verið sinnt.“

Atkvæðagreiðslu um næstu lotu verkfalla lýkur á miðnætti í kvöld.

„Atkvæðagreiðslan gengur mjög vel. Við erum búin að mæta þátttökuþröskuldinum í öllum þessum atkvæðagreiðslum. Það verður gaman að sjá hvað við fáum mikla þátttöku,“ segir Viðar.




Tengdar fréttir

Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið

Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið.

Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×