Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 14:47 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30