Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 27-24 | 25 ára bið FH á enda Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. mars 2019 18:15 Ágúst Birgisson skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. vísir/bára FH er bikarmeistari karla í handbolta eftir glæsilegan sigur á Val, 27-24. Sanngjarn sigur FH eftir frábæran leik. FH var betri aðilinn lungað af leiknum. Valur elti allan tímann en hleypti FH ekki langt frá sér. Fyrri hálfleikurinn var jafn þar sem vörn og markvarsla var áberandi. Staðan eftir fyrsta stundarfjórðunginn 5-4, FH í vil. FH náði í kjölfarið smá forskoti og komst í þriggja marka forystu en Valur jafnaði síðan í stöðunni 9-9. FH náði aftur forystunni og leiddi að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 13-11 Það voru FH-ingar sem mættu betur undirbúnir til leiks í síðari hálfleik og náðu fimm marka forystu á fyrstu mínútunum, 18-13. Eftir það var leikurinn Hafnfirðinga. Valur gerði hvað þeir gátu að elta og náðu að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. FH fagnaði að lokum bikarmeistara titlinum, þeirra fyrsta í 25 ár. Verðskuldaður þriggja marka sigur en lokatölur í Laugardalshöll voru 27-24. Af hverju vann FH?FH mætti betur undirbúið í þennan leik og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir voru agaðir og þolimóðir í dag líkt og áður. Hafnfirðingarnir náðu að stjórna hraða leiksins og gáfu Val aldrei séns á að taka yfirhöndina. Verðskuldaður sigur FHHverjir stóðu upp úr?Birkir Fannar Bragason var klárlega maður leiksins, hann var með 40% markvörslu og varði hvert dauðafærið á fæti öðru. Liðsheildin var frábær hjá FH en það má helst nefna þá Ásbjörn Friðriksson, Arnar Freyr Ársælsson og Ágúst Birgisson, skiluðu allir frábærum leik. Valur átti ágætis leik en Daníel Freyr Andrésson, markvörður liðsins, átti stórleik líkt og Birkir Fannar. Daníel var með 45% markvörslu og 20 skot varin. En það dugði ekki til. Alexander Júlíusson var frábær í vörninni og var með 13 löglegar stöðvanir. Sóknarleikurinn gekk ekki nógu vel hjá Val í dag en Anton Rúnarsson og Vignir Stefánsson voru þar atkvæðamestir með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Eins og gerist oft þegar markverðirnir eiga svona stórleik að nýtingin á dauðafærum var ekki nógu góð. Leikur Vals gekk brösulega í síðari hálfleik og sóknarlega voru þeir ekki nógu beittir. Hvað er framundan? Nú heldur Olís-deildin áfram þar sem bæði lið berjast á toppi deildarinnar.Snorri Steinn: FH eru verðskuldaðir bikarmeistararÞað var þungt yfir Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals, eftir leik í dag „Við vorum að elta FH lungað af leikum og þeir voru bara með yfirhöndina. Þeir voru að spila betur en við og eru verðskuldað bikarmeistarar“ Valsmenn áttu erfitt uppdráttar í seinni hálfleik eftir að liðið hafði haldið vel í við FH í fyrri hálfleik. Snorri segir að strákarnir hafi verið vel undirbúnir og mætt tilbúnir til leiks en að FH hafi einfaldlega verið betra liðið í dag „Mér fannst strákarnir alveg mæta tilbúnir til leiks og við vorum að spila ágætlega sérstaklega í fyrrihálfleik. Hann (Birkir Fannar Bragason) var nátturlega bara að verja frábærlega í dag og er hann kannski ástæðan fyrir því að þeir eru alltaf þetta tveim til fjórum mörkum yfir okkur í leiknum“ „Við lögðum allt í leikinn, það verður ekkert tekið af strákunum en við hefðum auðvitað getað spilað betur. Við komum okkur í fullt af stöðum sem við áttum bara að nýta betur en við vorum bara ekki nógu góðir í þessum leik.“Ásbjörn: Birkir fór að sofa klukkan þrjú í nótt Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH, þakkar stuðningsmönnum liðsins frábæran stuðning í dag. „Við mættum til leiks eins og við undirbjuggum okkur og vorum 100% í öllum aðgerðum. Mér fannst við vera með leikinn allan tímann en Valsararnir eru stórhættulegir en við náðum að halda þessu í lokin,“ sagði Ásbjörn eftir leik. „Þetta er frábær sigur og það er svo sannarlega gaman að vera hluti af liðinu sem vinnur fyrsta bikarmeistara titilinn í 25 ár í sögu FH.“ FH hefur leikið til úrslita í síðustu tveimur úrslitakeppnum en tapað þeim báðum. Ási segir að leikmenn hafi lært af þeirri reynslu og að það hafi hjálpað þeim enn frekar í dag að hafa þurft að horfa á önnur lið lyfta bikar fyrir framan þá „Það sveið mikið þessi tvö töp í úrslitunum síðustu ár en við erum búnir að læra af því og það hjálpaði okkur bara í dag. Þrátt fyrir að hafa misst einhverja í vor og fengið nýja menn inn þá býr ákveðin reynsla í liðinu sem hjálpaði okkur yfir erfiðasta hjallan í dag“ sagði Ási en hann þakkar reynslunni sem liðið býr yfir en einnig þakkar hann stuðningnum sem liðið fékk í dag „Ég þakka liðinu, þjálfarateyminu, sjúkraþjálfaranum sem kom okkur í gegnum gærkvöldið og morgunin og að lokum frábærum stuðningsmönnum“ Birkir Fannar Bragason, markvörður liðsins, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslita helgarinnar, hann var magnaður í leiknum og Ási var heldur betur ánægður með undirbúninginn hjá sínum manni. „Birkir fór að sofa klukkan 3 í nótt eftir að hafa horft á einhverja 3 leiki með Val, það er eins og Dóri segir, þetta er yfirvinna sem þú færð alltaf greidda,“ sagði ÁsbjörnBirkir Fannar: Troðum sokk ofan í nokkra„Undirbúningurinn, númer 1,2 og 3“ er ástæðan fyrir sigri FH í dag, sagði maður leiksins, Birkir Fannar Bragason, markvörður FH. „Það sem við erum búnir að leggja upp með á æfingum, það skilar sér í svona leikjum“ Birkir fór seint að sofa í nótt en hann horfði á marga leiki Vals og skilaði sá undirbúningur sér í dag „Ég horfði á sirka fjóra leik með Val“ sagði Birkir sem viðurkennir að þeir hefðu getað spilað betur á köflum en að hann hafi aldrei haft áhyggjur af þessum sigri „Við hefðum alveg geta gert betur á ýmsum mómentum en við hleyptum þeim aldrei alveg inní leikinn. Við náðum að skrúfa fyrir það þegar þeir komu með árásir en tilfiningin var alltaf góð, allan leikinn. Það kom aldrei svona móment þar sem ég hugsaði „æj nei erum við að fara að tapa þessu” FH missti marga leikmenn í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil og voru misjafnar spár fyrir þetta tímabil, Birkir segir það gott að geta troðið sokk ofan í nokkra spekinga en liðið hefur spilar frábæran handbolta það sem af er tímabils og sagði Birkir þegar hann lyfti bikarnum í fyrsta skiptið á hans ferli í dag. „Við erum að troða nokkrum sokkum ofan í fólk. En það skiptir engu máli hver er að spila, við erum bara lið og þú ert ekkert stærri en liðið“ En er það svo Íslandsmeistara titillinn næst? „Nei við byrjum á deildinni og tökum svo Íslandsmeistara titilinn“ sagði Birkir, léttur að lokum. Íslenski handboltinn
FH er bikarmeistari karla í handbolta eftir glæsilegan sigur á Val, 27-24. Sanngjarn sigur FH eftir frábæran leik. FH var betri aðilinn lungað af leiknum. Valur elti allan tímann en hleypti FH ekki langt frá sér. Fyrri hálfleikurinn var jafn þar sem vörn og markvarsla var áberandi. Staðan eftir fyrsta stundarfjórðunginn 5-4, FH í vil. FH náði í kjölfarið smá forskoti og komst í þriggja marka forystu en Valur jafnaði síðan í stöðunni 9-9. FH náði aftur forystunni og leiddi að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 13-11 Það voru FH-ingar sem mættu betur undirbúnir til leiks í síðari hálfleik og náðu fimm marka forystu á fyrstu mínútunum, 18-13. Eftir það var leikurinn Hafnfirðinga. Valur gerði hvað þeir gátu að elta og náðu að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. FH fagnaði að lokum bikarmeistara titlinum, þeirra fyrsta í 25 ár. Verðskuldaður þriggja marka sigur en lokatölur í Laugardalshöll voru 27-24. Af hverju vann FH?FH mætti betur undirbúið í þennan leik og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir voru agaðir og þolimóðir í dag líkt og áður. Hafnfirðingarnir náðu að stjórna hraða leiksins og gáfu Val aldrei séns á að taka yfirhöndina. Verðskuldaður sigur FHHverjir stóðu upp úr?Birkir Fannar Bragason var klárlega maður leiksins, hann var með 40% markvörslu og varði hvert dauðafærið á fæti öðru. Liðsheildin var frábær hjá FH en það má helst nefna þá Ásbjörn Friðriksson, Arnar Freyr Ársælsson og Ágúst Birgisson, skiluðu allir frábærum leik. Valur átti ágætis leik en Daníel Freyr Andrésson, markvörður liðsins, átti stórleik líkt og Birkir Fannar. Daníel var með 45% markvörslu og 20 skot varin. En það dugði ekki til. Alexander Júlíusson var frábær í vörninni og var með 13 löglegar stöðvanir. Sóknarleikurinn gekk ekki nógu vel hjá Val í dag en Anton Rúnarsson og Vignir Stefánsson voru þar atkvæðamestir með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Eins og gerist oft þegar markverðirnir eiga svona stórleik að nýtingin á dauðafærum var ekki nógu góð. Leikur Vals gekk brösulega í síðari hálfleik og sóknarlega voru þeir ekki nógu beittir. Hvað er framundan? Nú heldur Olís-deildin áfram þar sem bæði lið berjast á toppi deildarinnar.Snorri Steinn: FH eru verðskuldaðir bikarmeistararÞað var þungt yfir Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals, eftir leik í dag „Við vorum að elta FH lungað af leikum og þeir voru bara með yfirhöndina. Þeir voru að spila betur en við og eru verðskuldað bikarmeistarar“ Valsmenn áttu erfitt uppdráttar í seinni hálfleik eftir að liðið hafði haldið vel í við FH í fyrri hálfleik. Snorri segir að strákarnir hafi verið vel undirbúnir og mætt tilbúnir til leiks en að FH hafi einfaldlega verið betra liðið í dag „Mér fannst strákarnir alveg mæta tilbúnir til leiks og við vorum að spila ágætlega sérstaklega í fyrrihálfleik. Hann (Birkir Fannar Bragason) var nátturlega bara að verja frábærlega í dag og er hann kannski ástæðan fyrir því að þeir eru alltaf þetta tveim til fjórum mörkum yfir okkur í leiknum“ „Við lögðum allt í leikinn, það verður ekkert tekið af strákunum en við hefðum auðvitað getað spilað betur. Við komum okkur í fullt af stöðum sem við áttum bara að nýta betur en við vorum bara ekki nógu góðir í þessum leik.“Ásbjörn: Birkir fór að sofa klukkan þrjú í nótt Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH, þakkar stuðningsmönnum liðsins frábæran stuðning í dag. „Við mættum til leiks eins og við undirbjuggum okkur og vorum 100% í öllum aðgerðum. Mér fannst við vera með leikinn allan tímann en Valsararnir eru stórhættulegir en við náðum að halda þessu í lokin,“ sagði Ásbjörn eftir leik. „Þetta er frábær sigur og það er svo sannarlega gaman að vera hluti af liðinu sem vinnur fyrsta bikarmeistara titilinn í 25 ár í sögu FH.“ FH hefur leikið til úrslita í síðustu tveimur úrslitakeppnum en tapað þeim báðum. Ási segir að leikmenn hafi lært af þeirri reynslu og að það hafi hjálpað þeim enn frekar í dag að hafa þurft að horfa á önnur lið lyfta bikar fyrir framan þá „Það sveið mikið þessi tvö töp í úrslitunum síðustu ár en við erum búnir að læra af því og það hjálpaði okkur bara í dag. Þrátt fyrir að hafa misst einhverja í vor og fengið nýja menn inn þá býr ákveðin reynsla í liðinu sem hjálpaði okkur yfir erfiðasta hjallan í dag“ sagði Ási en hann þakkar reynslunni sem liðið býr yfir en einnig þakkar hann stuðningnum sem liðið fékk í dag „Ég þakka liðinu, þjálfarateyminu, sjúkraþjálfaranum sem kom okkur í gegnum gærkvöldið og morgunin og að lokum frábærum stuðningsmönnum“ Birkir Fannar Bragason, markvörður liðsins, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslita helgarinnar, hann var magnaður í leiknum og Ási var heldur betur ánægður með undirbúninginn hjá sínum manni. „Birkir fór að sofa klukkan 3 í nótt eftir að hafa horft á einhverja 3 leiki með Val, það er eins og Dóri segir, þetta er yfirvinna sem þú færð alltaf greidda,“ sagði ÁsbjörnBirkir Fannar: Troðum sokk ofan í nokkra„Undirbúningurinn, númer 1,2 og 3“ er ástæðan fyrir sigri FH í dag, sagði maður leiksins, Birkir Fannar Bragason, markvörður FH. „Það sem við erum búnir að leggja upp með á æfingum, það skilar sér í svona leikjum“ Birkir fór seint að sofa í nótt en hann horfði á marga leiki Vals og skilaði sá undirbúningur sér í dag „Ég horfði á sirka fjóra leik með Val“ sagði Birkir sem viðurkennir að þeir hefðu getað spilað betur á köflum en að hann hafi aldrei haft áhyggjur af þessum sigri „Við hefðum alveg geta gert betur á ýmsum mómentum en við hleyptum þeim aldrei alveg inní leikinn. Við náðum að skrúfa fyrir það þegar þeir komu með árásir en tilfiningin var alltaf góð, allan leikinn. Það kom aldrei svona móment þar sem ég hugsaði „æj nei erum við að fara að tapa þessu” FH missti marga leikmenn í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil og voru misjafnar spár fyrir þetta tímabil, Birkir segir það gott að geta troðið sokk ofan í nokkra spekinga en liðið hefur spilar frábæran handbolta það sem af er tímabils og sagði Birkir þegar hann lyfti bikarnum í fyrsta skiptið á hans ferli í dag. „Við erum að troða nokkrum sokkum ofan í fólk. En það skiptir engu máli hver er að spila, við erum bara lið og þú ert ekkert stærri en liðið“ En er það svo Íslandsmeistara titillinn næst? „Nei við byrjum á deildinni og tökum svo Íslandsmeistara titilinn“ sagði Birkir, léttur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti