Boeing greiðir bætur til aðstandenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 21:19 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. Í bæði skiptin hrapaði Boeing 737 MAX flugvél en flugslysin urðu til þess að flugbann var sett á þessa tegund flugvéla sem enn er í gildi. Upphæðin er jafnvirði um 18 milljóna króna en alls hefur Boeing lagt til hliðar 100 milljónir dollara, um 12 milljarða króna, í sjóð sem greiða á skaðabætur til fjölskyldna þeirra sem létust. Helmingur upphæðarinnar sem settur var í sjóðinn mun fara í greiðslu skaðabóta, hinn helmingurinn er ætlaður verkefnum sem tengjast menntunar- og þróunarmálum. Fyrra slysið varð í Indónesíu þann 29. október á síðasta ári þegar flugvél Lion Air hrapaði í sjóinn skömmu eftir flugtak. 189 létust í slysinu. Síðara slysið varð í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Flugvél Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar, einnig skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa. 157 létust. Eftir seinna slysið var flugbann sett á Boeing 737 MAX flugvélar um allan heim. Banninu hefur enn ekki verið aflétt en Boeing vinnur nú að því að fá því aflétt. Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á flugbanninu.Í frétt BBC segir að aðstandendur þeirra sem létust geti sótt um að fá bætur úr sjóðnum til áramóta. Boeing hefur einnig sagt að þiggi aðstandendur bætur úr sjóðnum fyrirgeri það ekki rétti þeirra til þess að fara í einkamál á hendur Boeing, sem margir hafa þegar gert.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38